Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 22. mars. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall. Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Verið velkomin!
Íslensk guðsþjónusta verðurí V- Frölundakirkjusun. 23. mars kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: ”Maríukvæði” e. Atla heimi Sveinsson og „Maríuvers” e. Pál Ísólfsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.
Verið velkomin!
Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.15 sama dag.
Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri.
Barnasamverur verða auglýstar jafnóðum og fjöldi samvera fer eftir aðsókn og vilja þátttakenda.
Guðsþjónustur verða annan páskadag 21. apríl og sunnudaginn 1. júní.
Aðalfundur kirkjustarfsins verður eftir guðsþjónustu 21 apríl
Speki í dagsins önn:
”Taktu þér tíma til að vera vingjarnlegur – Það er leiðin til hamingjunnar.
Taktu þér tíma til að elska og vera elskaður – Það eru guðleg forréttindi.
Taktu þér tíma til að líta í kringum þig – Dagurinn er of stuttur fyrir eigingirni.
Taktu þér tíma til að hlæja – Það er tónlist sálarinnar.”
Úr gömlum enskum útsaumi.
Bestu kveðjur, Ágúst