Íslensk guðsþjónusta annan páskadag 21 apríl kl. 14 í Gautaborg

Íslensk guðsþjónusta verður í V- Frölundakirkjuannan dag páska 21. apríl kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: ”Vorvísu” e. Halldór Laxness, lag Jón Ásgeirsson og ”Ó undur lífs” e. Þorsteinn Valdimarsson og lag Jakob Hallgrímsson.Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu og sömuleiðis aðalsafnaðarfundur í framhaldi.

Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.15 sama dag.   

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu annan páskadag mán. 21. apríl n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Guðna formann s. 0723969070

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri.

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 1. júní, ferming í guðsþjónustunni.

Hátíðahöld í tilefni 17 júní, nánar auglýst síðar.

Speki í dagsins önn:

„Við þurfum næði til að láta okkur dreyma, næði til að rifja upp og minnast, næði til að nálgast hið óendanlega. Næði til að vera til.“ Gladys Taber (1899-1980)

Bestu kveðjur, Ágúst

Barnastarf lau 5 apríl í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 5. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Þetta er síðasta barnasamvera á vormisseri.

Verið velkomin! 

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri.

Guðsþjónustur verða annan páskadag 21. apríl og sunnudaginn 1. júní.

Aðalfundur kirkjustarfsins verður eftir guðsþjónustu 21 apríl

Speki í dagsins önn:

„Líf er fyrsta gjöfin, ástin er önnur, og skilningur sú þriðja.“ (Marge Piercy)

„Þrennt það mikilvægasta sem stuðlar að hamingju í lífinu er: eitthvað að gera, einhver að elska og eitthvað að vonast eftir. (Joseph Addison 1672-1719)

„Maður á aldrei að leita að hamingju, maður hittir hana á leiðinni. (Isabelle Eberhardt 1877-1904)

Bestu kveðjur, Ágúst

Barnastarf og guðsþjónusta helgina 22 til 23 mars í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 22. mars. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.    

Verið velkomin!  

Íslensk guðsþjónusta verðurí V- Frölundakirkjusun. 23. mars kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: ”Maríukvæði” e. Atla heimi Sveinsson og „Maríuvers” e. Pál Ísólfsson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. 

Verið velkomin! 

Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.15 sama dag.    

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri. 

Barnasamverur verða auglýstar jafnóðum og fjöldi samvera fer eftir aðsókn og vilja þátttakenda. 

Guðsþjónustur verða annan páskadag 21. apríl og sunnudaginn 1. júní. 

Aðalfundur kirkjustarfsins verður eftir guðsþjónustu 21 apríl 

Speki í dagsins önn: 

”Taktu þér tíma til að vera vingjarnlegur – Það er leiðin til hamingjunnar. 

Taktu þér tíma til að elska og vera elskaður – Það eru guðleg forréttindi. 

Taktu þér tíma til að líta í kringum þig – Dagurinn er of stuttur fyrir eigingirni. 

Taktu þér tíma til að hlæja – Það er tónlist sálarinnar.” 

                                                                 Úr gömlum enskum útsaumi. 

Bestu kveðjur, Ágúst 

Barnasamvera í Gautaborg lau. 8. mars kl. 11

Sæl og blessuð! 

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 8. mars. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.   

Verið velkomin! 

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri. 

Barnasamverur verða auglýstar jafnóðum og fjöldi samvera fer eftir aðsókn og vilja þátttakenda. 

Guðsþjónustur verða sun. 23. mars., annan páskadag 21. apríl og sunnudaginn 1. júní. 

Speki í dagsins önn: 

# Við eigum aðeins andartakið og það geymir fortíð, nútíð og framtíð. Joyce Grenfell (1910 1979) 

# Kraftaverkið er ekki að fljúga í loftinu eða að ganga á vatninu heldur að ganga á jörðinni. Kínverskur málsháttur

# Guð gefi mér æðruleysi / til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,/ hugrekki til að breyta því sem ég get breytt, / og vit til að greina þar á milli. William James (1842-1910) 

Bestu kveðjur, Ágúst

Barnastarf og guðþjónusta helgina 22 til 23 febrúar í Gautaborg

Sæl og blessuð! 

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 22. febr. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.   

Verið velkomin! 

Íslensk guðsþjónusta verðurí V- Frölundakirkjusun. 23. febr. kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: ”Mitt faðirvor” lag: Árni Björnsson / texti: Kristján frá Djúpalæk og ”Móðursorg”, ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og úts. Bára Grímsdóttir. 

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. 

Verið velkomin! 

Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.15 sama dag.    

Bestu kveðjur, Ágúst 

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri. 

Barnasamverur verða auglýstar jafnóðum og fjöldi samvera fer eftir aðsókn og vilja þátttakenda. 

Guðsþjónustur eru ráðgerðar sunnudaginn 23. mars., annan páskadag 21. apríl og sunnudaginn 1. júní. 

Speki í dagsins önn: 

”Bros skapar sólskin á heimilinu … fóstrar góðvild í viðskiptum … og er besta mótefnið við vandræðum.”  Höf ók 

”Tími og ást, það eru stærstu gjafirnar.” Tony Hawks 

”Blómgastu þar sem þér var plantað.“ Ella Grasso 

”Að hafa ánægju af starfi sínu og finnast það skipta máli – getur nokkuð annað verið skemmtilegra?“ Katherine Graham 

Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS).  Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69.  

Barnasamvera og guðsþjónusta í Gautaborg helgina 25 til 26 jan.

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 25. jan. kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.   

Verið velkomin! 

Íslensk guðsþjónusta verðurí V- Frölundakirkjusun. 26. jan. kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: ”Gott ár oss gefi“ e. Jón Þorsteinsson og Báru Grímsdóttur og „Næturljóð úr fjörðum“ e. Böðvar Guðmundsson og útsetning Tuula Jóhannesson. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. 

Verið velkomin! 

Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.15 sama dag.    

Bestu kveðjur, Ágúst 

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri. 

Barnasamverur verða auglýstar jafnóðum og fjöldi samvera fer eftir aðsókn og vilja þátttakenda. 

Guðsþjónustur eru ráðgerðar sunnudagana 23. febr. og 23. mars., annan páskadag 21. apríl og sunnudaginn 1. júní. 

Speki í dagsins önn: 

# Klæddu þig brosi. Ein stærð passar á alla. 

# Ef einhver er of þreyttur til að gefa þér bros, gefðu þá eitt af þínum. 

# Hamingjan er gjöf sem við höfum öll efni á að gefa. 

Jólahelgistund á Þorláksmessu í Lundi

Jólahelgistund verður í Maria Magdalena kirkjunni í Lundi (ath nýja staðsetningu:Flygelvägen 1, Lund) á Þorláksmessu mánudag 23. des. kl. 17.00 

Við hugleiðum boðskap jólahátíðar í tali og tónum á helgistund með allri fjölskyldunni.   

Íslenski kórinn í Lundi syngur undir stjórn Halldórs Karvel Bjarnasonar, sem einnig leikur á gítar. Hildur Ylfa og Katrín Una Jónsdætur leika á víólur. Ólafur Jón Magnússson flytur hugvekju. María Guðrún Ljungberg les jólaguðspjallið. Umsjón Ágúst Einarsson 

Verið velkomin!

Aðventuhátíð og 30 ára afmæliskaffi

Aðventuhátíðin er sunnudaginn 8. desember kl. 14.00 í Västra Frölundakirkju. Fjölbreytt aðventudagskrá. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar. Hilda, Hjálmar og Jón Lekholm leika á fiðlu, píanó og básúnu. Píanóleik og einsöng annast Daniel Ralphsson. Þorvaldur Víðisson, prófastur, flytur hugvekju. 

Hátíðarkaffi eftir guðsþjónustu. 30 ára tímamóta kirkjustarfsins minnst með stuttri hátíðardagskrá þar sem ávörp eru flutt og Íslenski kórinn í Gautaborg syngur.

Verið velkomin!

Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu er sama dag kl. 12.15

Sölubíll frá Grimsis er á bílaplani kirkjunnar eftir guðsþjónustu og hátíðarkaffi með íslenskt kjöt, fisk og sælgæti.

Bestu kveðjur, Ágúst

Utankjörstaðakosning til Alþingis 16. til 21. nóvember í Gautaborg

Sæl verið þið!

… vek athygli á:

Kjörræðismaður Íslands í Gautaborg tekur á móti kjósendum í safnaðarheimilinu við Västra Frölunda kirkju á Frölunda Kyrkogata 2, Gautaborg á eftirfarandi tímum:

  • Laugardaginn 16. nóvember frá klukkan 11:00-14:00.
  • Þriðjudaginn 19. nóvember frá klukkan 16:00 til 19:00.
  • Fimmtudaginn 21. nóvember frá klukkan 16:30 – 19:30.

Hægt er að hafa samband við Christinu Nilroth, aðalræðismann Íslands í Gautaborg, í síma +46 70 570 40 58 eða meðtölvupósti; christina.nilroth@telia.com.

Sendiráðið vekur sérstaka athygli á eftirfarandi:

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Svíþjóð vegna alþingiskosninga 30. nóvember 2024 hefst þann 7. nóvember.

  • Það er á ábyrgð kjósanda að sjá til þess að atkvæðið berist til kjörstjórnar, þar sem viðkomandi er skráður á kjörskrá, í tæka tíð. Þaðer til dæmis hægt að gera með því að senda atkvæðið með pósti eða með því að fela öðrum að koma því til skila. 
  • Sendiráðið hvetur kjósendur til að gera ráð fyrir hugsanlegum töfum á póstsendingum og senda atkvæði sín tímanlega. Samkvæmtupplýsingum frá Postnord tekur sending almennra bréfa frá Svíþjóð til Íslands að lágmarki 3 til 5 daga og telst sendingardagur þáekki með. 
  • Kjósendur verða beðnir að gera grein fyrir sér, t.d. með framvísun íslensks skilríkis með kennitölu eða með öðrum hætti semkjörstjóri metur fullnægjandi.
  • Kjósendur geta kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá með því að fletta upp kennitölu sinni á heimasíðu Þjóðskrár.

Bestu kveðjur, Ágúst