Kæru vinir
Gleðilegt nýtt ár!
Við horfum á móti hækkandi sól og bjartari tíma í mörgu tilliti.
Enn um sinn þurfum við að passa upp á þær reglur sem samfélagið og við sjálf höfum sett okkur til að forðast smit.
Nú er bara að halda út þar til allt verður betra.
Hér viljum við benda á íslenskt kirkjulegt efni sem hægt er að nálgast með tölvusamskiptum:
Sunnudagaskólastarfi er víða streymt á netinu sbr t d frá Vídalínskirkju í Garðabæ:
Sunnudagaskólahátíð, hin ýmsu leikrit fyrir barnafjölskyldur og í ár er það leikhópurinn Vídalínurnar sem gleðja okkur. Góða skemmtun.
Útvarpsguðsþjónustur eru hvern sunnudag og guðsþjónustu dagsins er að finna á:
Kirkjan á Íslandi hefur gert 4 þætti þar sem umhverfismál eru rædd: Sjá: Hlaðvarpsþættir kirkjunnar Græna stúdíóið – umhverfismálin frá ýmsum hliðum. 1 þáttur: Í þættinum ræðir fjölmiðlamaðurinn Einar Karl Haraldsson við sr. Axel Árnason Njarðvík, sr. Halldór Reynisson og sr. Hildi Björku Hörpudóttur
Spaka hornið Áramót eru tímamót og þá verður mörgum hugsað til hins stóra samhengis hlutanna, hér er texti sem vekur til umhugsunar:
Á stjarnfræðilega mælikvarða er jörðin mjög lítið geimskip. Minnist þess að hún er aðeins þrettán þúsund kílómetrar í þvermá, svo hún hefur aldrei verið annað en lítill punktur í vetrarbraut okkar. Og í alheiminum eru milljónir vetrarbrauta. Þrátt fyrir það hefur þessi litli punktur haft milljarða manna sem farþega á geimferð sinni um sólu í meira en tvær milljónir ára. Eftir öllu að dæma mun hún gera það enn um milljónir ára, njóti hún aðeins sólargeisla til viðhalds sér og endurnýjunar lífsins „umborð“.
Gætum við frá upphafi gert börnum okkar ljóst að jörðin sé geimskip munu þau fullorðin ef til vill vera fær um að umgangast hvert annað í hugsun og hegðun eins og góðri skipshöfn sæmir. Höf. Sidney Harris, sjá nánar um hann: http://www.sciencecartoonsplus.com/index.php
Pössum upp á hvert annað og gætum að náunganum.
Með kærleikskveðju,
Prestur og sóknarnefnd íslensku kirkjunnar í Svíþjóð.
Ágúst Einarsson er prestur Íslensku kirkjunnar í Svíþjóð (ÍKS). Verið velkomin að hafa samband við prestinn í síma: 070 286 39 69.
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.
Heimasíða: www.kirkjan.se