Íslensk guðsþjónusta annan páskadag 21 apríl kl. 14 í Gautaborg

Íslensk guðsþjónusta verður í V- Frölundakirkjuannan dag páska 21. apríl kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur undir stjórn Daniels Ralphssonar sem einnig annast undirleik. Kórinn flytur: ”Vorvísu” e. Halldór Laxness, lag Jón Ásgeirsson og ”Ó undur lífs” e. Þorsteinn Valdimarsson og lag Jakob Hallgrímsson.Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu og sömuleiðis aðalsafnaðarfundur í framhaldi.

Fræðslufundur með unglingum í fermingarfræðslu fyrir guðsþjónustu kl. 12.15 sama dag.   

Viltu vera með í sóknarnefnd?

Kosið verður í sóknarnefnd á aðalfundi kirkjustarfsins eftir messu annan páskadag mán. 21. apríl n.k. Við óskum eftir samstarfsfólki sem vill vinna með okkur. Yfir vetrartímann hittumst við mánaðarlega til að ræða málin og skipuleggja kirkjustarfið. Á fundum nefndarinnar eru margvísleg mál rædd í góðum hópi. Við viljum efla menningarlega starfsemi meðal Íslendinga og fögnum liðsauka í nefndina.  Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Ágúst prest s. 0702863969 eða Guðna formann s. 0723969070

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri.

Guðsþjónusta verður sunnudaginn 1. júní, ferming í guðsþjónustunni.

Hátíðahöld í tilefni 17 júní, nánar auglýst síðar.

Speki í dagsins önn:

„Við þurfum næði til að láta okkur dreyma, næði til að rifja upp og minnast, næði til að nálgast hið óendanlega. Næði til að vera til.“ Gladys Taber (1899-1980)

Bestu kveðjur, Ágúst

Barnastarf lau 5 apríl í Gautaborg

Barna- og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju lau. 5. apríl kl. 11.00. Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Gengið inn í safnaðarheimilið bakatil, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.  Þetta er síðasta barnasamvera á vormisseri.

Verið velkomin! 

Þá er þetta framundan í kirkjustarfinu á vormisseri.

Guðsþjónustur verða annan páskadag 21. apríl og sunnudaginn 1. júní.

Aðalfundur kirkjustarfsins verður eftir guðsþjónustu 21 apríl

Speki í dagsins önn:

„Líf er fyrsta gjöfin, ástin er önnur, og skilningur sú þriðja.“ (Marge Piercy)

„Þrennt það mikilvægasta sem stuðlar að hamingju í lífinu er: eitthvað að gera, einhver að elska og eitthvað að vonast eftir. (Joseph Addison 1672-1719)

„Maður á aldrei að leita að hamingju, maður hittir hana á leiðinni. (Isabelle Eberhardt 1877-1904)

Bestu kveðjur, Ágúst