Guðsþjónusta á sun, kaffi og spjall samverur og barnakór

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju sunnudaginn 1. október kl. 14.00. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Friðjón (Búi) Axfjörð syngur einsöng. Orgelleik annast Maria Lindqvist Renman. Flautukvartett flytur tónlist. Prestur er Ágúst Einarsson.

Barnastund, smábarnahorn.

Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu.

Verið velkomin!

####

Kaffi og spjall samverur

Við viljum efna til ”kaffi og spjall samveru” meðal Íslendinga!

Hugmyndin er að höfða til þeirra sem hafa lausa stund á virkum dögum.

Getum við myndað hóp sem hittist öðru hvoru í vetur?

Á dagskrá gæti verið einfaldlega ”kaffi og spjall” eða eitthvað annað sem hópurinn ákveður að ánægjulegt væri að gera.

Við gætum hist í safnaðarheimili V-Frölunda kirkju eða annars staðar.

Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í þessu er velkomið að hafa samband við Guðnýju Ásu Sveinsdóttur á gudny.sveinsdottir@bredband2.com

eða í síma 070 798 04 36.

####

Barnakór í Gautaborg

Á haustönn verður boðið upp á barnakórastarf í 10 vikur frá og með mán 2 október. Æfingar verða í Safnaðarheimili í Västra Frölundakyrka á mánudögum kl 17:15.  Þetta er tilvalinn vettvangur fyrir íslenska krakka að hittast og syngja saman á okkar ástkæra ylhýra máli, efnisval verður fjölbreytt, sungin verða íslensk lög bæði klassísk leikskólalög, hreyfisöngur, þjóðlög, dægurlög og jólalög. Stjórnendur verða Berglind Ragnarsdóttir og Guðrún María Guðjónsdóttir sem báðar hafa fjölbreytta reynslu úr tónlistaskólum og kórum. Hér er hægt að skrá sig:

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfqEtiYa3pS3ZejAAPoQn2TXTzZnXyQ2rGqKu64rMrnF122Ng/viewform?usp=sf_link

eða hafa samband á netfang berglindragnars@gmail.com eða í síma 0761171513.

 

Einnig minni ég á að:

 

Næstu barnasamverur kirkjuskólans eru ráðgerðar 14 okt., 28 okt., 11 nóv. og 25 nóv.

Íslenskar guðsþjónustur verða sun. 12 nóv., 3 des. og 25 des.

 

Fermingarfræðsla í Svíþjóð – haustið 2017

Skráning í fermingarfræðslu fyrir næsta vetur stendur yfir. Áhugasamir eru beðnir að senda póst á kirkjan@telia.com til að fá skráningarblað sent. Íslenska kirkjustarfið í Svíþjóð býður upp á fermingarfræðslu nú sem fyrr.  Þátttakendur geta komið af öllu landinu. Við reynum að brúa fjarlægðir með því að hittast á fermingarmótum og auk þess notum við skype-samtöl og tölvupóst til að vera í tengslum. Fermingarundirbúningurinn hefst með fermingarmóti á Åh Stiftgård helgina 6.-8. okt. 2017. 

 

Bestu kveðjur, Ágúst

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *