Barnasamvera og guðsþjónusta 10 og 11 nóv

Sæl öll

Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 10. nóvember kl. 11.00. 

Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri.  Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.  Börnin fá bók og mynd til að líma inn í hvert skipti sem komið er.

Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.

Verið velkomin!

Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju

sunnudaginn 11. nóvember kl. 14.00.

Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn Lisa Fröberg. Prestur er Ágúst Einarsson. Barnastund, smábarnahorn. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. Verið velkomin!

 

Kirkjustarfið framundan:

Lau. 24 nóv.              Kirkjuskóli kl. 11

Sun. 2 des.                Aðventuhátíð kl. 14. Kórsöngur, einsöngur og fjölbreytt aðventudagskrá.

Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur kemur í heimsókn

Þri. 25 des.                Jóladagur. Hátíðarguðsþjónusta. Kl. 14

Elísabet Einarsdóttir syngur einsöng.

Sun. 6 jan 2019        Jólaball kl. 14

 

Spaka hornið

Listin að vera gift eða vera í sambandi.

Gott hjónaband/samband kemur ekki að sjálfu sér.

Það krefst mótunar, aðhlynningar, ræktar og umhyggju.

Þar skipta smáatriðin mestu …

að haldast í hendur.

að muna á segja „ég elska þig“ minnst einu sinni á dag.

að fara aldrei að sofa reið eða ósátt.

að hafa sameinginlegt gildismat og markmið.

Hjónaband/samband er að standa saman og mæta því sem að höndum ber,

Það er að varðveita trúna, vonina og kærleikann

og mynda keðju kærleika og umhyggju um fjölskyldu og vini.

Það er að vera örlát á hrós og uppörvun

og fús á að tjá þakklæti og sýna hugulsemi.

Það er að kunna að fyrirgefa og gleyma

og stuðla að því að hvort um sig geti vaxið og þroskast.

 

Bestu kveðjur,  Ágúst

Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69. www.kirkjan.se

Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum til kirkjan@telia.com

Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *