Barnastund og fjölskyldusamvera sem verður í safnaðarheimili V-Frölundakirkju laugardaginn 24. okt. kl. 11.00
Söngur, fræðsla, leikur, brúðuleikhús og góð samvera yngri sem eldri. Börn ásamt foreldrum innilega velkomin. Hressing, kaffi og spjall.
Gengið inn að neðanverðu, skiltið „barn och ungdom“ vísar á innganginn.
Verið velkomin! – Á sóttvarnartímum höldum við fjarlægð og gerum aðrar ráðstafanir sem ráðlagðar eru til að draga úr smithættu. –
Ljóð og speki:
Allt fram streymir endalaust
ár og dagar líða.
Nú er komið hrímkalt haust,
horfin sumars blíða.
Kristján Jónsson Fjallaskáld „Haust“
Tíminn er
of hægur fyrir þá sem bíða,
of hraður fyrir þá sem óttast,
of langur fyrir þá sem syrgja,
of stuttur fyrir þá sem fagna,
en fyrir þá sem elska
er tíminn eilífur.
Henry Van Dyke
Þótt þú langförull legðir
sérhvert land undir fót,
bera hugur og hjarta
samt þíns heimalands mót.
Sterphan G Stephansson – „Úr Íslendingadags ræðu“
P.S. Dagskrá íslenska kirkjustarfsins verður auglýst viku fyrir viku en eftirfarandi er ráðgert á haustmisseri:
Sun. 8 nóvember Guðsþjónusta kl. 14
Lau. 14 nóvember Barnastarf kl. 11
Lau. 28 nóvember Barnastarf kl. 11
Helgihald á aðventu verður auglýst er nær dregur.
Bestu kveðjur, Ágúst
Viðtalstími prests á skrifstofu mán., þri., og fim. kl. 10 til 12 og eftir samkomulagi. Sími 070 286 39 69.
Þetta bréf er sent á netfangaskrá ÍKS í Gautaborg. Vinsamlega látið vita um breytingar á búsetu og netföngum á kirkjan@telia.com
Starfsmiðstöð: Västra Frölunda kyrka, Frölunda Kyrkogata 2, 42147 V Frölunda.